Facebook icon Twitter icon Forward icon

Jóhann og Lenka Norðurlandameistarar í skák

Jóhann Hjartarson (2541) og Lenka Ptácníková (2207) urðu bæði Norðurlandameistarar í skák. Mótið fer fram dagana 26. júní - 2. júlí í Vaxjö í Svíþjóð.  

Afrek Jóhanns er frábært ekki síst í ljósi þess að Jóhann er ekki atvinnumaður í skák. Hann og sænski stórmeistarinn Nils Grandelius (2657) komu jafnir í mark með 7½ vinning í 9 skákum. Þá var gripið til stigaútreiknings þar sem vinningar andstæðinga þeirra eru lagðir saman og þar hafði Jóhann mikla yfirburði.

Jóhann fær keppnisrétt á Heimsbikarmótinu í skák sem fram fer í Tiblisi í Georgíu í september nk.

Jóhann var Norðurlandameistari árið 1997 síðast en það var eiginlega endapunkturinn á atvinnumannaferli hans því í kjölfarið hóf hann störf hjá Íslenskri erfðagreiningu. Síðan 2015 hefur Jóhann reglulega tekið þátt í mótium og varð t.a.m. Íslandsmeistari í skák árið 2016.

Viðtal var við Jóhann nýlega á Akraborinni á X-inu og má finna það hér

Guðmundur Kjartansson tók einnig þátt í opnum flokki og hlaut 5½ vinning.

Lenka Ptácníková (2207) hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum á Norðurlandamóti kvenna sem fram fór samhliða. Lenka fékk vinningi meira en hin danska Ellen Kakulidis (1914) sem varð önnur. Þriðji Norðurlandameistaratitill Lenku sem vann einnig mótin 2005 og 2007.

Áskell Örn Kárason hlaut silfur í flokki skákmanna 50 ára og eldri.

Alþjóðlegt unglingamót um minningar Steinþór Baldursson

Skáksamband Íslands og Skákskóli Íslands standa fyrir alþjóðlegu unglingamóti í janúar nk. Mótið verður minningarmót um Steinþór Baldsson, fyrrum stjórnarmann SÍ og alþjóðlegan skákdómara, sem lést langt fyrir aldur fram í fyrra.

Virðing hf. þar sem Steinþór vann síðustu starfsárin veitti stjórn SÍ nýlega 750.000 kr. til stuðnings mótshaldinu. Gunnar Björnsson, forseti SÍ, og Claire Bilton, ekkja Steinþórs, veittu styrknum mótttöku. Forstjóri Virðingar, Hannes Frímann Hrólfsson og Lára Björnsdóttir frá Virðingu færðu SÍ styrkinn.

Jafnframt styrkir Landsbankinn við mótið með 750.000 kr. framlagi en þar starfaði Steinþór um langt árabil.

Fyrirkomulag mótsins verður kynnt í ágúst. 

SÍ færir Virðingu og Landsbankanum miklar þakkir fyrir að styðja svona myndarlega við mótshaldið.

Friðrik teflir í Dundee

Friðrik Ólafsson verður meðal keppenda á alþjóðlegu móti í Dundee í Skotlandi 14.-23. júlí. Um er að ræða afmælismót alþjóðlegs móts í Dundee árið 1967. Þá var Friðrik meðal keppenda sem og t.a.m. Gligoric og Larsen. 

Það mót var svo 100 ára afmælismót annars móts sem haldið var árið 1867 með þátttöku Wiliams Steinitz. 

Meðal keppenda í Dundee eru Pia Cramling, Eduardas Rozentalis og Simon Williams.

Myndin sem fylgir er frá skák Friðriks og Gligoric í Dundee árið 1967.

Nánar á vefsíðu mótsins

Íslandsmót kvenna hefst 16. ágúst

Íslandsmót kvenna hefst mánudaginn 16. ágúst í húsnæði Skáksambands Íslands, Faxafeni 12, Reykjavík. Teflt verður í einum flokki, þ.e. mótið opið öllum konum/stúlkum.

Fyrirkomulag: Verður endanlega ákveðið þegar fjöldi keppenda liggur fyrir.

Þátttökugjöld: Engin.

Umferðarfjöldi: 5-7 umferðir eftir fjölda keppenda.

Tímamörk: 90 mín. + 30 sek. á leik auk 15 mínútna eftir 40 leiki.

Dagskrá: 

1. umf, miðvikud, 16. ágúst kl. 19:30
2. umf, föstud., 18. ágúst, kl. 19:30
3. umf, mánud, 21. ágúst kl. 19:30
4. umf, miðvikud., 23. ágúst kl. 19:30
5. umf, föstudaginn, 25. ágúst, kl. 19:30
6. umf, mánud., 28. ágúst, kl. 19:30
7. umf, miðvikud., 30 ágúst, kl. 19:30

Verðlaun:

1. 75.000.-
2. 45.000.-
3. 30.000.-

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst).

 

NM barna- og grunnskólasveita haldið að Laugum í september

Norðurlandamót grunn- og barnaskólasveita fer fram að Laugum í Sælingsdal dagana 22.-24. september nk.

Fulltrúar Íslands verða:

NM grunnskólasveita

  • Hörðuvallaskóli (Kópavogi)
  • Laugalækjarskóli (Reykjavík)

NM barnaskólasveita

  • Álfhólsskóli (Kópavogi)
  • Ölduselsskóli (Reykjavík)

Dagskrá mótanna er sem hér segir:

1. umf. föstudaginn, 22. sept, kl. 20
2. umf. laugardaginn, 23. sept, kl. 10
3. umf. laugardaginn, 23. sept, kl. 16
4. umf. sunnudaginn, 24. sept, kl. 10
5. umf. sunnudaginn, 24. sept, kl. 16

Þegar nær dregur verður sett upp sér heimasíða fyrir mótið.